top of page

Ávinningur af jóga

  • Eykur orku og þrek

  • Eykur jákvæðni og bjartsýni

  • Gefur ró og frið

  • Skerpir athygli, einbeitingu og sjálfstjórn

  • Bætir minnið

  • Dregur úr kvíða, streitu, þreytu og þunglyndi

  • Bætir meltinguna

  • Bætir svefn

 

Vefjagigtarjóga 

Hvíldu þig hvíld er góð

Vefjagigtarjóga er sniðið að þörfum þeirra sem glíma við vefjagigt eða annars konar gigt og stirðleika. Hver tími samanstendur af þjálfun í jógastöðum, öndunaræfingum, einbeitingu og slökun. Gerðar eru jógaæfingar sem hæfa hverjum og einum. Þær liðka, styrkja, teygja og koma hreyfingu á blóðflæðið. Rík áhersla er lögð á öndunaræfingar.  Með dýpri öndun eykst súrefnismettun í blóði og næring sem blóðið flytur til líffæra eykst. vöðvar slaka og hugur kyrrist.  Í gegnum öndunina stjórnum við einnig athygli okkar inn í verkina og lærum að sættast.  Í einbeitingaræfingum lærist að horfa á hugann, flytja athyglina meðvitað og temja síkvikulan hugann.

Slökun losar spennu í vöðvum, veitir nauðsynlega líkamlega hvíld og losar um streitu, þreytu og kvíða.  Slökun gefur líkamlega og andlega vellíðan og endurnærir  okkur á við nokkra tíma svefn.

 

 

bottom of page