top of page

Staðsetning:  Hraunbær 105, 110 Reykjavík

í Félagsmiðstöð eldri borgara.

Á vegum Reykjavíkurborgar

Jóga fyrir eldri borgara

Jóga er fyrir alla - allir geta stundað jóga

Stólajóga er ætlað fyrir þá sem treysta sér ekki til að leggjast á gólf eða sitja á gólfi við æfingar.  Í stólajóga er setið á stólum við æfingar í þægilegu umhverfi.  Byrjað er á  öndunar- og einbeitingaræfingum sem  dýpka öndun og kyrra hugann.  Síðan eru gerðar æfingar bæði sitjandi í stólum og standandi sem liðka herðar og háls og bæta jafnvægi, styrk og stöðugleika.  Æfingarnar auka teygjanleika og mýkt líkamans og draga úr stirðleika.  Leitast er við að velja þægilegar æfingar sem hæfa öllum.  Í lokin er farið í 15 mín. slökun, sitjandi í stólum,  þar sem kerfisbundið er slakað á  mismunandi líkamshlutum sem gefur góða hvíld og endurnæringu og dregur úr streitu og þreytu.

 

Kennt á mánudögum og fimmtudögum kl. 9.15 - 10.10

í Hraunbæ 105, 110, R. í félagsmiðstöð eldri borgarar á vegum Reykjavíkurborgar.  Kennari er Erna Sigurðardóttir

bottom of page