Jóga Jörð

Jóga Jörð

Nýtt jógatímabil hefst 4. nóvember

Í vetur verða aðeins kenndir tímar í mjúku jóga/vefjagigtarjóga

Tímar í mjúkt jóga/vefjagigtarjóga eru kenndir

á mánudögum og miðvikudögum kl. 16.30 til 17.40

Í jóga þjálfum við einbeitingu, athygli, sveigjanleika og styrk. Við öðlumst betri líkamsvitund og meðvitund um tilfinningar og huga.  Við verðum umburðalyndari gagnvart okkur sjálfum og lærum að gefa eftir og taka á móti lífinu með jafnaðargeði og hugarró. Afraksturinn er jafnvægi, gleði og vellíðan.  

Jóga Jörð býður upp á byrjendajóga fyrir þá sem vilja læra jógastöður, öndun, og hugleiðslu frá grunni og kynnast jógaheimspekinni. 
Framhaldsjóga fyrir þá sem þekkja jóga. 

Vefjagigtarjóga sem hentar líka fyrir þá sem glíma við stirðleika, verki og gigt. 

Djúpslökun með mjúkum teyjum og öndunaræfingum fyrir þá sem vilja meiri slökun og minni hreyfingu eða þá sem eru að taka sín fyrstu skref.

Jóga Jörð hefur verið starfandi frá árinu 2009 og hefur aðsetur að Höfðabakka 9 í húsnæði Styrks sjúkraþjálfunar.

Verið hjartanlega velkomin 

Ávinningur af jóga

  • Eykur orku og þrek

  • Eykur jákvæðni og bjartsýni

  • Gefur ró og frið

  • Skerpir athygli, einbeitingu og sjálfstjórn

  • Bætir minnið

  • Dregur úr kvíða, streitu, þreytu og þunglyndi

  • Bætir meltinguna

  • Bætir svefn

Jóga Jörð
Höfðabakka 9, 110 R
í húsnæði Styrks sjúkraþjálfunar

Sími 844 8588
jogajord@jogajord.is

www.jogajord.is

 Námskeið í boði

© 2013 by Margí.ehf, All rights reserved.

 Fleiri námskeið
 Hafðu samband
This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now