top of page

Jóga Jörð

Jóga Jörð

Hlé verður á kennslu hjá Jóga Jörð veturinn 2021-2022

Næstu námskeið hefjast 25. maí

Vefjagigtarjóga/mjúkt jóga á mánudögum kl. 16.30 

Þetta jóga hentar öllum þeim sem upplifa sig stirða og/eða glíma við verki og gigt. Gerðar eru mjúkar jógastöður sem liðka, styrkja og teygja. Öndunaræfingar sem kyrra hugann og efla einbeitingu. í lok tíma er farið í djúpslökun sem nærir taugakerfið og gefur djúpa hvíld og vellíðan.

Jóga nidra djúpslökun á miðvikudögum kl. 16:30

Jóga nidra (irest yoga nidra) er ein besta slökunartækni sem völ er á til að endurnæra taugakerfið, slaka á og komast inn í djúpa hvíld og vellíðan.   Hún er talin draga úr streitu, þreytu, kvíða og spennu. Gefur kyrrð í huga, styrkir öndun, eflir einbeitingu, gefur slökun á líkama og hvíld sem jafnast á við nokkra tíma svefn.  Tímarnir byrja á stuttri hugleiðslu, öndun og mjúkum jógateygjum til að opna líkamann.  Við látum síðan fara vel um okkur á dýnum á gólfi (eða sitjandi í stól) og erum leidd inn í vellíðan, kyrrð og sætti. 

Í jóga þjálfum við einbeitingu, athygli, sveigjanleika og styrk. Við öðlumst betri líkamsvitund og meðvitund um tilfinningar og huga.  Við verðum umburðalyndari gagnvart okkur sjálfum og lærum að gefa eftir og taka á móti lífinu með jafnaðargeði og hugarró. Afraksturinn er jafnvægi, gleði og vellíðan.  

Jóga Jörð býður upp á byrjendajóga fyrir þá sem vilja læra jógastöður, öndun, og hugleiðslu frá grunni og kynnast jógaheimspekinni. 
Framhaldsjóga fyrir þá sem þekkja jóga. 

Vefjagigtarjóga sem hentar líka fyrir þá sem glíma við stirðleika, verki og gigt. 

Djúpslökun með mjúkum teyjum og öndunaræfingum fyrir þá sem vilja meiri slökun og minni hreyfingu eða þá sem eru að taka sín fyrstu skref.

Jóga Jörð hefur verið starfandi frá árinu 2009 og hefur aðsetur að Höfðabakka 9 í húsnæði Styrks sjúkraþjálfunar.

Verið hjartanlega velkomin 

Jóga Jörð
Höfðabakka 9, 110 R
í húsnæði Styrks sjúkraþjálfunar

Sími 844 8588
jogajord@jogajord.is

www.jogajord.is

Ávinningur af jóga

  • Eykur orku og þrek

  • Eykur jákvæðni og bjartsýni

  • Gefur ró og frið

  • Skerpir athygli, einbeitingu og sjálfstjórn

  • Bætir minnið

  • Dregur úr kvíða, streitu, þreytu og þunglyndi

  • Bætir meltinguna

  • Bætir svefn

bottom of page