top of page

Sérsniðnar lausnir fyrir vinnustaði.

Tilvalið  í heilsuvikum og heilsumánuðum

 

Hafðu samband við Ástu

í síma 844 8588 eða á

 

jogajord@jogajord.is

 

Jóga á vinnustaðnum

Góð heilsa gulli betri - líka á vinnustaðnum

Rannsóknir benda til að streita sé að verða eitt algengasta vinnutengda vandamál hins vestræna heims.  Þau vinnutengdu heilsuvandamál sem talin eru tíðust meðal starfandi fólks eru stoðkerfiskvartanir og streita.

60% starfsmanna í fjármálafyrirtækjum á Íslandi árið 2009 kvarta yfir vöðvabólgu og verkjum í baki/herðum

Á Norðurlöndunum var heildarkostnaður vegna kvilla í stoðkerfi háls og handleggja um 0,5-2% af vergri þjóðarframleiðslu (sett fram 2003).

Starf sem veldur mikilli streitu hefur bein líffræðileg áhrif á líkamann og eykur verulega hættuna á hjartasjúkdómum, samkvæmt niðurstöðum umfangsmikillar, breskrar rannsóknar sem birt var í European Heart Journal. Þátttakendur undir fimmtugt, sem kváðust finna til mikillar streitu í starfi, reyndust hátt í 70% líklegri til að fá hjartasjúkdóma en þeir sem ekki fundu til neinnar streitu.

 

Það er létt verk að innleiða slökun, léttar teygjuæfingar og öndunaræfingar á vinnustað.  Allt sem þarf til eru þægilegir stólar og rými t.d. matsalur eða fundarherbergi. Þarfir starfsmanna eru mismunandi, sumir þurfa að styrkja stoðkerfið meðan aðrir þurfa hvíld til að draga úr streitu. Hægt er að bjóða upp á mismunandi lausnir sem hæfa flestum fleiri daga vikunnar.  Annað hvort að morgni dags eða í hádegi, nema fyrirtæki bjóði starfsmönnum sínum að nýta sér svona lausnir sem hluta af vinnutíma, þá er hægt að bjóða upp á fleiri tímakosti. Hægt er að hugsa sér að vinnustaðurinn leggi til tímann ca. 20 mín. en starfsfólk greiði fyrir þjónustuna.   Tilvalið er nýta sér þessa þjónustu í heilsuvikum fyrirtækja

 

Dæmi 1.  Æfingar við skrifborðið   20  mín.

Fyrir hverja:  Hentar þeim sem finna fyrir þreytu og verkjum í baki, herðum og höndum.  Þeim sem finna fyrir stirðleika og þjást af vöðvabólgu og/eða verkjum. 

Ávinningur:   Dregur úr vöðvabólgu, þreytu og verkjum.  Eflir orku, mýkir og liðkar líkamann.
Framkvæmd:  Lögð er áhersla á æfingar sem mýkja háls, herðar og axlir, liðka úlnliði og hendur, opna mjaðmir og styrkja bak.  Lögð er áhersla á að samhæfa öndun og hreyfingu.  Þegar fólk er orðið vant æfingunum getur það tekið þær með sér inn í daglegt vinnuumhverfi og nýtt sér þær þar.
Hvar – hvernig:  Gerðar eru æfingar í stólum og/eða standandi, annað hvort við skrifborðið eða þar sem fleiri mæta saman. Hægt er að nota fundarherbergi eða íþróttaaðstöðu ef hún er til staðar.



​Dæmi 2.  Djúpslökun – jákvæð hugarþjálfun  20  mín.​

Fyrir hverja:  Hentar þeim sem eru undir streituálagi, þurfa hvíld og endurhleðslu
Ávinningur: Slakar á vöðvum, kyrrir hugann og veitir líkamlega og andlega vellíðan.  Eflir orku og dregur úr streitu, kvíða og áhyggjum. Endurnærir á við nokkra tíma svefn.
Framkvæmd: Byrjað er á að kyrra hugann með öndunaræfingum.  Síðan er athyglinni beint að líkamanum. Skref fyrir skref er slakað kerfisbundið á mismunandi líkamshlutum. Í lokin er stutt hugarþjálfun sem stuðlar að jákvæðri hugsun og góðri líðan. 
Hvar – hvernig:  Gera má æfingarnar sitjandi í stól eða liggjandi á dýnu á gólfi.  Hægt er að nota fundarherbergi eða íþróttaaðstöðu ef hún er til staðar.

 

​Dæmi 3. Hugleiðsla/einbeiting og öndun   20  mín.​

Fyrir hverja:  Hentar þeim sem vilja skerpa einbeitingu og læra að ná stjórn á huganum.
Ávinningur:  Í einbeitingu eflist skýrleiki og hæfnin til að hafa stjórn á hugsunum eykst. Með djúpri og reglubundinni öndun slakar á vöðvum, hugur kyrrist og meðvitund um hugsanir eykst.
Framkvæmd:  Einbeiting er þjálfuð með því að beina huganum að ákveðnum hlutum og halda athyglinni þar.   Í einbeitingaræfingum lærist að horfa á hugann, flytja athyglina meðvitað og temja síkvikulan hugann. Þjálfun í að dýpka og hægja á önduninni með svokallaðri fullkominni öndun eða þrefaldri öndun auk víxlöndunar sem nefnist Anuloma Viloma.
Hvar – hvernig:  Gera má æfingarnar sitjandi í stól eða sitjandi á dýnu á gólfi.  Hægt er að nota fundarherbergi eða íþróttaaðstöðu ef hún er til staðar.

 

​Dæmi 4.   Jógastöður, einbeiting, öndun og djúpslökun   60 mín.

Hér er allir þættir teknir saman sem lýst er hér að ofan þ.e. jógaæfingar, einbeiting, öndun og slökun. Tímalengd 1 klst., gjarnan í hádegi. 



Heimildir:
Ásta Snorradóttir (2009).Líðan, heilsa og vinnuumhverfi starfsfólks í bönkum og sparisjóðum[skýrsla]
Morgunblaðið, Þiðjudaginn 12. ágúst, 2003.  Norræn ráðstefna um vinnuvistfræði
Doktor.is.  Vinna og streita.  Anna Björg Aradóttir, yfirhjúkrunarfræðingur, sviðsstjóri gæða- og lýðheilsusvið Landlæknisembættis. Skrifað mánudagur, 1. des – 2008
Morgunblaðið, 23. Jan. 2008. Stressandi starf breytir líkamsstarfseminni.  Tilvitnun í European Heart Journal

bottom of page