top of page

Vísindi á bak við hugleiðslu

Don´t Worry Be Happy, vandaður heimildarþáttur, með Michael Mosley (sá sami og gerði 5-2 þáttinn en báða þessa þætti má finna á youtube) sýnir fram á með vísindalegum hætti að neikvæðum lífsviðhorfum er hæglega hægt að breyta með hugleiðslu. M.ö.o. við getum breytt heilanum, mynstrum í hugsun með hugleiðslu. Með aðeins nokkurra vikna hugleiðslu getum við orðið glaðari, finnum fyrir meiri vellíðan og kyrrð, sofum betur og bregðast við mismunandi kringumstæðum í lífinu með meira jafnaðargeði.

Lærðu öndunslökun 

og hugleiðslu í daglegu lífi

Rík áhersla er lögð á öndunaræfingar sem slaka á líkama og kyrra hugann. Kennt er hvernig hægt er að slaka á í daglegu lífi t.d. í vinnunni eða fyrir svefn. Kennd er einföld hugleiðsluæfingar og/eða mindfulness-æfing. Talað er um gagnsemi staðhæfinga og þær æfðar til að ýta út hugsunum sem engu þjóna. Kynning á jóga nidra slökun og hvernig best er að undirbúa sig til að hún komi að sem bestu gagni.

Innifalið í námskeiðinu er námsgögn, eftirfylgni í formi 2 - 10. mín. heimaæfingar sem koma í netpósti á hverjum degi, ef þú vilt og hljóðdiskur. Á hljóðdisknum er jóga nidra mindfulness slökun, leidd hugleiðsla og slökun í stól.  Einnig tvær öndunaræfingar; fullkomin öndun og anuloma viloma víxlöndun sem eru frábærar öndunaræfingar sem róa og vinna gegn of virkum hugum, streitu, þreytu, kvíða og depurð.

 

 

Ekki kennt haustið 2014

bottom of page