top of page

Næring fyrir líkama, huga og sál

Jóga nidra er djúpt slökunarástand og hugleiðsla þar sem slakað er á öllum vöðvum líkamans en vitundinni haldið vakandi. Jóga nidra er talið leysa upp neikvæðar tilfinningar og hugsanamynstur, það róar taugakerfið og eflir getu okkar til að bregðast við mismunandi kringumstæðum í lífinu með jafnaðargeði. 

Sú tegund af jóga nidra sem kennd er í Jóga Jörð hefur verið þróuð síðustu 26 árin af Richard Miller sem er doktor í klíniskri sálfræði, fræðimaður í jógískum fræðum, rithöfundur og rannsakandi. Hann hefur hjálpað fólki með þráláta verki, svefnleysi, kvíða, streitu, þunglyndi og áfallastreituröskun og komist að því með rannsóknum að jóga nidra gefur góðan árangur gegn slíkum kvillum.

Í jóga nidra er legið á dýnu í hvíldarstellingu eða setið á stól með teppi vafið um sig í þægilegu umhverfi.  Gefin eru ákveðin fyrirmæli sem slaka á líkamann huga og tilfinningum.  Síðan er unnið með skynjun á kerfisbundin hátt með það að markmiði að hjálpa þátttakendum að upplifa undirliggjandi frið sem er alltaf til staðar í lífsins ólgu sjó.  Leitast er við að gera neikvæðar tilfinningar og hugsanir óvirkar eða hlutlausar og upplifa kyrrð og sætti.

 

 

Jóga nidra djúpslökun

Ávinningur af djúpslökun

  • Meira jafnvægi í huga

  • Hvíld sem jafnast á við nokkra tíma svefn

  • Eflir einbeitingu

  • Hægir á öndun

  • Kyrrir huga

  • Slakar á vöðvum

  • Dregur úr streitu

  • Dregur úr kvíða,

  • Dregur úr sársauka

  • Eflir jákvæða hugsun.

bottom of page