top of page

Öndun, hugleiðsla og slökun

Þekktu sjálfa/n þig

Það er ekki nóg að hreyfa sig eins og stöðugt er verið að minna okkur á, við þurfum líka að hvílast.  Hvíla líkama og huga.   Í stöðugu áreiti samfélagsins gleymum við okkur sjálfum, erum stöðugt með athyglina út á við og veitum ekki innri líðan gaum.  Okkur finnst gjarnan að eitthvað sé að, erum þreytt, orkulaus, ófullnægð og finnum fyrir streitu. Þegar við setjumst niður í réttri líkamsstöðu, veitum önduninni athygli og byrjum að anda dýpra fer líkaminn að slaka og það hægir á huga. Þegar þú veitir líkama, huga og tilfinningum athygli með því að skynja þig, leggur þú hugann til hliðar og nærð smám saman að tengjast kjarnanum þar sem kyrrð og sætti ríkir.  Þetta krefst æfingar og ástundunar.  Margir kalla þessa tækni gjörhygli eða mindfulness en rannsóknir sýna að mindfulness er ákjósanleg tækni til að draga úr steitu og verkjum. Í tímanum byrjum við sitjandi á öndunaræfingum til að kyrra hugann. Þaðan er leitt inn í hugleiðslu eða einbeitingu þar sem við þjálfum okkur í að halda fókus.  Í lokin leggjumst við á dýnu með teppi vafið um okkur og förum inn í djúpa slökun og hvíld sem gefur endurnæringu á við nokkra  tíma svefn.   Árangurinn er vellíðan, gleði, friðsæld og bjartsýni.  

 

Ekki kennt haustið 2014
 

 

bottom of page