Jóga Jörð
Ummæli
Snæfríður Sól Snorradóttir
Ég hef lengi stundað líkamsrækt og hef ávallt haft heilsu í fyrirrúmi. Jógatímarnir hjá Ástu hafa ekki bara aukið liðleika minn, sem hjálpar mér í æfingum mínum heldur bætt andlega líðan og komið mér í snertingu við mitt innra sjálf.
Lára K. Sturludóttir
Jógatímarnir síðastliðinn vetur hjá Ástu Bárðar voru dásamlegir og dýrmætir, þar sem hver og einn stundaði jógað á eigin forsendum og út frá sinni getu. Slökunin í lok tímans var síðan endurnærandi og þar gat ég virkilega hlaðið batteríin.
Aðalheiður Svanhildardóttir
Ég elska jógatímana hjá Ástu. Ég hef náð frábærum árangri í að takast á við streituna. Það er jóga og djúpslökun að þakka. Ég finn mikla breytingu á mér; orkumeiri, líkamleg líðan öll önnur, anda dýpra og slaka meðvitað á í dagsins önn. Ég ætla að halda áfram að dekra við mig og vera í jóga og djúpslökun í vetur.