top of page

Byrjendajóga

 

  • Þú lærir líkamsstöður sem auka styrk, liðleika og jafnvægi

  • Þú lærir djúpslökun, að hægja á öndun, kyrra hugann og slaka á vöðvum

  • Þú lærir að styrkja einbeitingu og innri mann

 

Á byrjendanámskeiðum er farið ítarlega í helstu jógastöður og öndunaræfingar.  Farið er hægt af stað og lögð áhersla á rétta líkamsstöðu og notum við svokallað þrýstipunktakerfi til að leiðrétta líkamsstöðuna.  Helstu hugtök jógafræðanna eru kennd.  Þeir sem vilja fá kennslugögn geta keypt bækling.  Í lok hvers tíma er farið í djúpa slökun.  Markmiðið er að nemendur geti nýtt sér öndunaræfingar og slökunartækni í daglegu lífi til endurnæringar og hvíldar.

 

 

 

 

bottom of page