top of page

Konur á breytingarskeiði

 

Létt jóga, djúpslökun og fræðsla

Breytingarskeiðið reynist mörgum erfiður hjalli með miklum líkamlegum og andlegum breytingum.  Lítið er vitað um breytingarskeiðið, takmörkuð fræðsla og opinber umræða.  Fáar úrlausnir eru til. Það er skoðun margra innan heilsugeirans að góð slökun, rétt mataræði og hæfileg hreyfing geti verið afar gagnleg á þessu skeiði.

Markmiðið með þessu námskeiði er skapa vettvang fyrir konur með sameiginlega reynslu að hittast. Hér deilum við reynslu okkar og visku, styðjum hver aðra til ráða og dáða.  Til viðbótar fáum við létta hreyfingu sem passar fyrir hormónakerfið okkar, stutta hugleiðslu og djúpa slökun.   Innifalið er slökunardiskur og eftirfylgni í formi léttrar heimavinnu ef vill.  

Ekki kennt haustið 2014

bottom of page